Siddi að gera góða hluti í skotíþróttinni

Sigurður Unnar Hauksson lenti í öðru sæti í unglingaflokki í skeet (leirdúfuskotfimi) á Opna franska meistaramótinu í skotfimi um helgina. Þett er

Siddi að gera góða hluti í skotíþróttinni
Íþróttir - - Lestrar 587

Sigurður Unnar Hauksson. Lj. Skotf. Markviss
Sigurður Unnar Hauksson. Lj. Skotf. Markviss

Sigurður Unnar Hauksson lenti í öðru sæti í unglingaflokki í skeet (leirdúfuskotfimi) á Opna franska meistaramótinu í skotfimi um helgina.

Þett er fyrsta stórmót Sidda og og óhætt að segja að árangurinn sé frábær.

Í vetur tók Skotsamband Íslands ákvörðun um að senda Sidda á tvö stórmót í sumarog haust, þar sem hann myndi keppa í unglingaflokki. Annarsvegar á heimsbikarmóti á Spáni og hinsvegar Norðurlandamóti í Danmörku.

Að sögn Unnar Sigurðardóttur móður Sidda hafði skotsambandið samband við finnska landsliðsþjálfarann sem oft hefur aðstoðað íslenska landsliðs-menn. Hann mælti með því Siddi kæmi út í æfingabúðir til Spánar og í framhaldi af því myndi hann keppa á þessu móti í Frakklandi.

Og úr varð en þetta er opið mót sem frakkar nota til að velja í landslið sitt og er gestum heimilt að keppa þar líka.

Siddi æfði í fjóra daga í vikunni sem leið mönnum úr finnska- og spænska landsliðinu sem m.a. hefur Aramburu heimsmeistara frá 2011 í sínum röðum.

Þeir keyrðu svo yfir til Frakklands til að keppa um helgina og eins og áður segir lenti Siddi í öðru sæti í unglingaflokk með 110 dúfur af 125. Sá sem vann unglingaflokkin skaut 112 dúfur.

Sá sem vann fullorðinsflokkinn, frakkinn Terras bronsverðlaunahafi Olympíuleika 2008, skaut 119 dúfur. Annar íslendingur, Húsvíkingur eins og Siddi, Ellert Aðalsteinsson keppti einnig á mótinu í fullorðinsflokki og stóð sig vel.

Þess má geta að Siddi setti Íslandsmet unglinga síðasta sumar sem eru 113 dúfur og á hann enþá eftir tvö sumur í unglingaflokki. Íslandsmet fullorðinna er 115 dúfur.

Siddi hefur gengið til liðs við Skotfélag Reykjavíkur það verður spennandi að fylgjast með þessum unga og efnilega íþróttamanni keppa fyrir þeirra hönd í sumar. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744