Sextíu ár frá stofnun Verkalýðsfélags Húsavíkur

Í dag, 5. apríl 2024 eru 60 ár liðin frá stofnun Verkalýðsfélags Húsavíkur, nú Framsýnar stéttarfélags.

Í dag, 5. apríl 2024 eru 60 ár liðin frá stofnun Verkalýðsfélags Húsavíkur, nú Framsýnar stéttarfélags.

Verkalýðsfélagið varð til þegar Verka­manna­fé­lag Húsa­vík­ur og Verkakvennafélagið Von sam­einuðust vorið 1964. Fyrsti formaður fé­lags­ins var Sveinn Júlí­us­son. Fé­lags­svæði þess í dag er Norðurþing, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur.

Frá þessu segir á heimasíðu Framsýnar en félagið er aðili að Starfs­grein­sam­bandi Íslands, Landssambandi ísl. Verslunarmanna, Sjó­manna­sam­bandi Íslands, Alþýðusam­bandi Norður­lands og Alþýðusam­bandi Íslands.

Þá starfar fé­lagið í nánu sam­starfi við önn­ur stétt­ar­fé­lög í Þing­eyj­ar­sýsl­um sem reka m.a. öfl­uga þjón­ustu á Skrif­stofu stétt­ar­fé­lag­anna á Húsa­vík.

Við stofn­un fé­lags­ins voru tæp­lega þrjú hundruð fé­lags­menn í fé­lag­inu en nú eru þeir á fjórða þúsund. Nú­ver­andi formaður fé­lags­ins er Aðal­steinn Á. Bald­urs­son.

Fé­lagið mun að venju standa fyr­ir veg­leg­um hátíðar­höld­um 1. maí á Fosshótel Húsavík þar sem boðið verður upp á veglegt afmælisboð í sam­starfi við önn­ur stétt­ar­fé­lög á svæðinu, þar sem þess­um tíma­mót­um verður jafn­framt gerð góð skil.

Þá verður aðalfundur félagsins með glæsilegasta móti en hann verður væntanlega haldinn föstudaginn 3. maí. Sá fundur verður auglýstur nánar síðar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744