Sex leikmenn skrifa undir samninga við kvennalið Völsung

Nú í byrjun árs skrifuðu sex leikmenn meistarflokks Völungs í kvennaknattspyrnu undir samninga við félagið.

Nú í byrjun árs skrifuðu sex leikmenn meistarflokks Völungs í kvennaknattspyrnu undir samninga við félagið.

Leikmennirnir sem um ræðir eru:

Arnhildur Ingvarsdóttir, fædd árið 2000.

Helga Jóhannsdóttir, fædd árið 1996.                                                          

Hulda Ösp Ágústsdóttir, fædd árið 1999.

Jana Björg Róbertsdóttir, fædd árið 1997.                                                                

Lovísa Björk Sigmarsdóttir, fædd árið 1998.

Særún Anna Brynjarsdóttir, fædd árið 1999.

í frétt á heimasíðu Völungs segir að þær hafi allar leikið með yngri flokkum félagsins og flestar eiga þó nokkra meistaraflokksleiki að baki þrátt fyrir ungan aldur.

"Það er alltaf gleðiefni þegar ungir og efnilegir leikmenn skrifa undir samninga við félagið sitt og binda því traust sitt við starfið hjá liðinu.

Þessi efnilegi hópur leikmanna sem skrifar nú undir samninga við Völsung er enn eitt skrefið í uppbyggingu meistaraflokks kvenna hér á Húsavík. Það er von forráðamanna liðsins að fleiri skref verði tekin á næstu misserum.

Það er augljóst að mikill hugur er í fólkinu sem starfar við fótboltann á Húsavík um þessar mundir. Aukið traust og trú á því sem verið er að gera lýsir sér m.a. í því að uppaldir leikmenn sýna félaginu sínu tryggð og skrifa undir samninga til tveggja ára. Eins og í þessu tilfelli". Segir í fréttinni en þar kemur einnig fram að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í undirskriftum hjá leikmönnum meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil en samningamál leikmanna eru í vinnslu.

IFV_sex leikmenn skrifa undir

Fv. Hulda Ösp, Lovísa Björk, Jana Björg, Særún Anna, Arnhildur og Helga að lokinni undirskrift. 

Ljósmynd volsungur.is


 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744