Séra Sólveig Halla sett í embætti sóknarprests

Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir var í gær sett í embætti sóknarprests í Húsavíkursókn.

Húsavíkurkirkja á fallegum haustdegi.
Húsavíkurkirkja á fallegum haustdegi.

Séra Sólveig Halla Kristjáns-dóttir var í gær sett í embætti sóknarprests í Húsavíkursókn.

Prófastur sr. Jón Ármann setti sr. Sólveigu Höllu í embætti og hún predikaði að því loknu og lagði áherslu á samtal og samvinnu við uppbyggingu í safnaðarstarfi.

Sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson prestur í Mývatnssveit, sr. Þorgrímur Daníelsson Grenjaðarstaðarprestakalli og sr. Jarþrúður Árnadóttir, sóknarprestur á Þórshöfn voru viðstödd og lásu m.a. ritningarlestrana.

Fjölmennt var í messu, Kvenfélagskonur sáu um kirkjukaffi í Bjarnahúsi þar sem var þétt setið. "Ánægjulegur dagur" segir á fésbókarsíðu Húsavíkurkirkju.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744