Sendu mér SMS

Nemendur tíunda bekkjar Borgarhólsskóla frumsýndu verkið Sendu mér SMS í Gamla Samkomuhúsinu í gærkveldi.

Sendu mér SMS
Almennt - - Lestrar 175

Nemendur tíunda bekkjar Borgarhólsskóla frumsýndu verkið Sendu mér SMS í Gamla Samkomuhúsinu í gærkveldi.

Fram kemur á heimasíðu Borgarhólsskóla að uppsetning á leikriti er liður í fjáröflun 10 bekkjar.

Karen Erludóttir leikstýrði og í hljómsveit eru þeir Daníel Borgþórsson, Jón Gunnar Stefánsson og Ragnar Hermannsson en Daníel og Ragnar eru foreldrar í árgangnum. Sögusviðið er töðugjaldadansleikur í ónefndu félagsheimili úti á landi þar sem margar litríkar persónur koma við sögu. Tónlist og söngur er því í miklu aðalhlutverki en tengt saman með spaugi og stuttum atriðum. Höfundar verksins eru þeir Bjartmar Hannesson og Hafsteinn Þórisson.

Húmorinn og atriði vísa gjarnan til ársins 2009 og þar í kring, fullt af beittum færslum í bland við skrautlegar staðalímyndir þess tíma. Krakkarnir standa sig með sóma á sviðinu í leik og söng og við hvetjum fólk til að kíkja í Gamla Samkomuhúsið.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744