Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn

Robert C. Barber sendiherra Bandaríkjanna heimsótti Hvalasafnið í vikunni.

Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn
Almennt - - Lestrar 215

Barber fundaði með hvalaskoðunarfyrirtækjunum.
Barber fundaði með hvalaskoðunarfyrirtækjunum.

Robert C. Barber sendiherra Bandaríkjanna heimsótti Hvalasafnið í vikunni. 

Barber fundaði með starfsfólki Hvalasafnsins og hitti nemendur Framhaldsskólans á Húsavík sem tóku þátt í New Bedford sam-starfsverkefninu sem fram fór fyrr á árinu. 

Auk þess var í Hvalasafninu haldinn sameiginlegur fundur með sendiherranum og stjórnendum hvalaskoðunar-fyrirtækjanna á Húsavík. 

Barber var mjög áhugasamur um starfsemi fyrirtækjanna og var fundurinn gagnlegur fyrir alla þátttakendur að því er fram kemur á heimasíðu Hvalasafnsins en þaðan kemur meðfylgjandi mynd.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744