Seig eftir hvolpi i gjáAlmennt - - Lestrar 202
Í Kelduhverfi er margar gjár að finna og ósjaldan hafa bændur og búalið þurft að síga eftir búpeningi sínum.
Í landi Lyngás liggja margar gjár sem eru misdjúpar og á fréttasíðu Kópaskers og nágrennis segir frá því að síðustu viku hafi hvolpurinn týndist á bænum týnst.
Sólahring seinna heyrði Jón bóndi ræfilslegt gelt er hann var á ferð um landið ásamt Rúnari á Hóli og Hilmi Smára syni hans.
Þegar betur var að gáð reyndist hvolpurinn, sem heitir Disco-Pongo, hafa fallið í djúpa gjá sem er hálf full af vatni, hann hafði náð að hanga á smá syllum hér og þar. Hilmir Smári var látin síga niður í gjánna með aðstoð þeirra fullorðnu og gat hann náð í hvutta, sem varð ósaplega feginn þegar honum varð bjargað.
