Samkomulag vegna kaupa á björgunarbát undirritađ

Í gćr skrifuđu Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri f.h. Norđurţings og Birgir Mikaelsson, formađur f.h. Björgunarsveitarinnar Garđars undir samkomulag

Birgir og Katrín takast í hendur. Lj. HS
Birgir og Katrín takast í hendur. Lj. HS

Í gćr skrifuđu Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri f.h. Norđurţings og Birgir Mikaelsson, formađur f.h. Björgunarsveitarinnar Garđars undir samkomulag vegna kaupa á nýjum björgunarbát fyrir sveitina.

Ađ ţví tilefni var tilkynnt um nafngift á hinum nýja bát, Villi Páls. Ţađ nafn var valiđ eftir nafnasamkeppni á dögunum og ţykir vel til fundiđ ţar sem Villi var einn af stofnendum Björgunarsveitarinnar og formađur hennar í 22 ár.

Frá ţessu segir á heimasíđu Norđurţings en markmiđ samkomulagsins er ađ tryggja viđbragđ og getu Björgunarsveitarinnar Garđars til ađ sinna ţeim verkefnum sem sveitinni eru ćtluđ hér á svćđinu og í nćsta nágrenni.

Mjög mikilvćgt er ađ á svćđinu sé öflugt skip sem tryggir öryggi sćfarenda og getur sinnt viđbragđsútköllum fljótt og vel ţví umferđ um Skjálfandaflóa hefur aukist gríđarlega undanfarin ár. Ţađ er m.a. tilkomiđ vegna hvalaskođunar, strandveiđa, farţegaskipa og aukinna farmflutninga vegna Bakka og Eimskip.

Landhelgisgćslan og Slysavarnafélagiđ Landsbjörg unnu greiningavinnu um öryggi sćfarenda á Skjálfanda og mátu úrbóta ţörf hiđ fyrsta. Ţví er ráđist í kaup á nýjum björgunarbát sem er stórt verkefni upp á um 80 milljónir króna. Dómsmálaráđuneytiđ leggur til helming kaupverđs og ţví er hlutur Björgunarsveitarinnar um 40 milljónir króna.

Björgunarsveitin leitađi til Norđurţings og tók byggđaráđ erindiđ fyrir á fundi sínum ţann 3. nóvember. Ţar samţykkti ráđiđ ađ fela sveitarstjóra ađ ganga til samninga viđ Björgunarsveitina vegna kaupanna og ađ heildarkostnađur Norđurţings verđi allt ađ 20 m.kr, greiđslur skipt í fjórar jafnar greiđslur á árunum 2022- 2025.

Sveitarstjórn stađfesti fyrirkomulagiđ međ afgreiđslu fjárhagsáćtlunar ţann 1. desember sl.

Eftirstöđvar kaupverđs, um 20 milljónir verđa fjármagnađar af Björgunarsveitinni međ frekari styrkjum frá fyrirtćkjum og sjálfsaflafé.

Ljósmynd - Ađsend

Birgir og Katrín takast í hendur ađ lokinni undirskrift.

Ljósmynd Haukur Snorrason.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744