Rótarýklúbbur Húsavíkur ötull við gróðursetningar í landi Húsavíkur

Undanfarin ár og í raun áratugi hefur Rótarýklúbbur Húsavíkur unnið að gróðurverkefnum í landi Húsavíkur.

Undanfarin ár og í raun áratugi hefur Rótarýklúbbur Húsavíkur unnið að gróðurverkefnum í landi Húsavíkur. 

Skemmst frá að segjast var klúbburinn ötull við gróðursetningu trjáplantna í Skrúðgarðinn á Húsavík.  Einnig er skógarreiturinn austan og norðan tjaldstæðisins alfarið verk klúbbfélaga. 

Undanfarið hefur átt sér stað umræða meðal klúbbfélaga um að fá svæði til gróðursetningar trjáplantna. 

Nú hefur klúbburinn gert samning við Norðurþing um að gróðursetja í reit sunnan Kaldbakstjarna.  Verkið er að hefjast og búið að gera aðgengi að svæðinu með gerð vegslóðar.  

Gróðursetning hefst mánudaginn 5. september nk. kl. 17.00.

Aðsend ljósmynd


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744