07. maí
Rokka til styrktar langveikum börnumAlmennt - - Lestrar 166
Tónleikasýningin Hetjur mun hljóma í Húsavíkurkirkju nk. sunnudag kl. 17 en þar mun Tónasmiðjan rokka til styrkar Umhyggju, félagi langveikra barna.
Á tónleikunum koma saman flytjendur á ýmsum aldri, einsöngvarar, bakraddir og hljómsveit en heiðursgestir verða Íris Hólm og Siggi Ingimars.
Á tónleikunum verða m.a flutt lög eftir Elvis Presley, Bríet, Bon Jovi, Írafár, Janis Joplin, Queen og Abba.
Félagar úr Tónasmiðjunni léku við hvurn sinn fingur þegar hjálmaafhending Kiwanismanna fór fram í vorblíðunni á dögunum.