Ríkisstjórnin styrkir flutning Maríu Júlíu í slipp á Húsavík

Ríkisstjórnin samţykkti á fundi sínum í gćrmorgun tillögu forsćtisráđherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráđherra um ađ veita 15 m.kr. af ráđstöfunarfé

María Júlía. Lj. Guđm. St. Valdimarsson.
María Júlía. Lj. Guđm. St. Valdimarsson.

Ríkisstjórnin samţykkti á fundi sínum í gćrmorgun tillögu forsćtisráđherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráđherra um ađ veita 15 m.kr. af ráđstöfunarfé til ađ styrkja flutning skipsins Maríu Júlíu BA 36 í slipp á Húsavík.

Frá ţessu segir á vef Stjórnarráđs Íslands.

Ţar segir jafnframt:

Skipiđ María Júlía sem var sjósett áriđ 1949 var fyrsta björgunarskipiđ á Vestfjörđum. Slysavarnadeildir á Vestfjörđum hófu söfnunarátak til ađ kaupa björgunarskip áriđ 1936. Ţannig lögđu sjómenn hluta af afla sínum til verkefnisins og voru kvennadeildir slysavarnarfélaga óţreytandi viđ ađ safna fé međ margvíslegum hćtti. 

Ríkisstjórn Íslands kom ađ verkefninu áriđ 1945 og gerđi samning viđ landsstjórn Slysavarnafélagsins um smíđi á skipi sem skyldi annast björgunarstörf og strandgćslu viđ Vestfirđi. Ađ ósk slysavarnadeilda á Vestfjörđum hlaut skipiđ nafniđ María Júlía en framlag hjónanna Maríu Júlíu Gísladóttur og Guđmundar B. Guđmundssonar á Ísafirđi átti stóra ţátt í ţví ađ smíđi skipsins varđ ađ veruleika.

María Júlía sinnti björgunar-, gćslu- og hafrannsóknarstörfum ţar til skipiđ var selt einkaađilum áriđ 1969 og var gert út til ársins 2003. Sama ár var stofnađ Áhugamannafélag um Maríu Júlíu en Byggđasafn Vestfjarđa og Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti viđ Patreksfjörđ keyptu skipiđ í ţví skyni ađ gera ţađ upp og varđveita. Nokkuđ hefur áunnist í ţví verkefni en síđustu ár hefur skipiđ legiđ viđ bryggju í Ísafjarđarhöfn í slćmu ásigkomulagi. 

Hollvinasamtök um Maríu Júlíu voru stofnuđ í fyrra í ţeim tilgangi ađ vinna áfram ađ endurbótum á skipinu. Fyrirhugađ er ađ flytja skipiđ í slipp á Húsavík. Kostnađur viđ flutning, hreinsun, botnmálun, frágang í tímabundna geymslu og áćtlunargerđ um nćstu skref í endurgerđ skipsins er áćtlađur um 30 m.kr. Eins og ađ framan greinir nemur styrkur ríkisstjórnarinnar til verkefnisins 15 m.kr. og er ráđgert ađ útgerđarfyrirtćki á svćđinu muni kosta ţađ sem upp á vantar.

 

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744