11. nóv
Ragnar hættur sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnuÍþróttir - - Lestrar 572
Ragnar Hauksson og meistara-flokksráð karla í knattspyrnu hafa komist að samkomulagi um starfslok Ragnars sem þjálfara liðsins.
Nú þegar hefur meistaraflokksráð karla hafið leit að nýjum þjálfara.
Völsungur og Ragnar sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu varðandi starfslokin:
Ragnar Hauksson og Völsungur hafa komist að samkomulagi um starfslok Ragnars sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Völsungi.
Ragnar hefur þjálfað lið Völsungs undangengið ár og höfðu báðir aðilar komist að samkomulagi um áframhaldandi samstarf.
Af persónulegum ástæðum telur Ragnar sig ekki geta sinnt starfinu af sama krafti og áður og því skilja leiðir að þessu sinni.
Á heimasíðu Völsungs er Ragnari þakkað fyrir samstarfið og um leið óskað velfarnaðar í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.