Rafeyri kaupir VíkurrafFréttatilkynning - - Lestrar 427
Rafeyri ehf. á Akureyri hefur fest kaup á Víkurrafi ehf. á Húsavík.
Í fréttatilkynningu segir að grundvallaratriði sé að starfsmenn Víkurrafs þekkist boð Rafeyrar um að gerast hluthafar í Víkurrafi þannig að fyrirtækið verði áfram húsvískt.
Þegar liggur fyrir að nánast allir starfsmenn munu verða eigendur þó að Rafeyri komi til með að eiga meirihlutann.
Áður hefur Rafeyri gert álíka kaup á Eskifirði þegar Rafmagnsverkstæði Andrésar ehf. var keypt og hefur það gengið farsællega.
Í tilkynningunni segir að með kaupunum hyggst Rafeyri hafa á að skipa sterkari heild sem spannar Norðausturland og Austfirði. Rafeyri hefur þegar á að skipa öflugum fagmönnum í tæknideild fyrirtækisins og munu þeir verða starfsmönnum Víkurrafs til fulltingis. Ætlunin er að efla starfsemina á Húsavík með fjölgun starfsmanna og stjórnunarstuðningi frá Rafeyri.
Áki Hauksson hefur verið framkvæmdastjóri Víkurrafs og mun halda því áfram enn um sinn.
"Vonandi verður þetta báðum félögum til góðs sem og samfélaginu í Þingeyjarsýslum". segir í tilkynningunni.