Ráđdeild í fjármálum – Stöndum undir sterkri ţjónustu viđ fjölskyldur og velferđarmál

Nýlega var samţykktur í sveitarstjórn ársreikningur fyrir áriđ 2021. Lítilsháttar hagnađur varđ af rekstri sveitarfélagsins á A og B hluta eftir

Nýlega var samţykktur í sveitarstjórn ársreikningur fyrir áriđ 2021. Lítilsháttar hagnađur varđ af rekstri sveitarfélagsins á A og B hluta eftir taprekstur á árinu 2020 ţegar Covid áhrifa gćtti sem mest.

Hiđ jákvćđa varđandi áriđ 2021 er ađ atvinnulífiđ varđ mun sterkara á ýmsum sviđum í fyrra heldur en búist var viđ líkt og sást til dćmis í ferđaţjónustu í sumarblíđunni í Ţingeyjarsýslum. Eins komst kísilver PCC á Bakka af stađ á nýjan leik. Ţetta olli ţví ađ tekjur voru sterkari en gert var ráđ fyrir.

Skuldahlutfall er um 77% í árslok 2021 sem er ágćtlega viđunandi í samanburđi viđ mörg önnur sveitarfélög. Tekjur Norđurţings hafa aukist mikiđ á síđustu árum í tengslum viđ uppbyggingu á iđnađarsvćđinu á Bakka. Heildar skuldir Norđurţings námu 7,3 milljörđum sem er lítilsháttar hćkkun frá fyrra ári. Á eignahliđinni var handbćrt fé óvenjulega mikiđ í lok árs 2021 eđa 927 milljónir króna sem er jákvćtt. 

Fjárfrek verkefni framundan

Ţessi skuldastađa Norđurţings er samt sem áđur býsna há fyrir tiltölulega lítiđ sveitarfélag sem búiđ er ađ skuldbinda sig fyrirfram í mörg verkefni á komandi árum. Ţar vegur ţungt nýtt hjúkrunarheimili en einnig er búiđ ađ samţykkja nýjan slökkviliđsbíl. Ţar viđ bćtast framkvćmdir viđ golfskála, frístundahúsnćđis barna og ýmislegt annađ. Einnig liggur fyrir ađ talsvert viđhald er framundan hjá Norđurţingi, til dćmis á skólabyggingum. Eins má búast viđ ţví ađ ýmsar ađrar fjárfestingarbeiđnir í sveitarfélaginu muni koma fram á nćstu árum en ţá gildir ađ missa ekki tökin og sýna aga. Norđurţing er víđfemt sveitarfélag sem er međ fjárfreka innviđi sem ţarf ađ reka og viđhalda. Sveitarfélagiđ rekur hafnir á ţremur ólíkum stöđum, nokkur íţróttamannvirki, sundlaugar og skóla. Allt kostar ţetta mikla fjármuni og ţví mikilvćgt ađ reka ábyrga stefnu í fjármálum.

Stöđumat í upphafi nćsta kjörtímabils

Til ţess ađ geta stađiđ undir sterkri ţjónustu viđ fjölskyldur og velferđarmál ţarf ţétt utanumhald fjármálanna. V-listinn telur skynsamlegt ađ mörkuđ sé sú stefna ađ Norđurţing fari varlega í fjármálum á komandi árum og ráđdeild verđi í fyrirrúmi. Í ljósi ţess ađ fjárfrek verkefni eru framundan er nauđsynlegt ađ sveitarfélagiđ fari međ sameiginlega fjármuni samfélagsins af einstakri ábyrgđ og tryggi ađ ţeir ţjóni íbúum ţess eins og ţeim er best ćtlađ ađ gera.

Öflugt atvinnulíf er grunnurinn

Viđ hjá V-listanum viljum standa međ fyrirtćkjunum á svćđinu og vinna ađ ţví ađ nýjum grćnum verkefnum á iđngarđinum á Bakka fjölgi enda eru innviđir ţar sterkir eftir mikla uppbyggingu síđustu ára. Varđandi ferđaţjónustu ţá höfum viđ fulla trú á ţví ađ hún muni blómstra nú ţegar heimurinn er ađ opnast í lok faraldurs. Nýlegur Dettifossvegur, fjölbreytileg ferđaţjónustufyrirtćki og allar náttúruperlurnar í sveitarfélaginu munu verđa segull fyrir ferđafólk á komandi árum. Eins er mikilvćgt ađ hlúa ađ nýsköpunarmálum í sveitarfélaginu ţví ţá erum viđ ađ styrkja okkur til framtíđar. Landbúnađur er og verđur grunnatvinnugrein í sveitarfélaginu og spennandi hlutir eru ađ gerast viđ uppbyggingu á fiskeldi á landi í norđursýslunni. Öflugt atvinnulíf er mikilvćgt til ađ tryggja góđ og ađlađandi búsetuskilyrđi fyrir fólk og fjölskyldur í sveitarfélaginu öllu.

Aldey Unnar Traustadóttir, hjúkrunarfrćđingur og forseti sveitarstjórnar Norđurţings, höfundur skipar 1. sćti V-listans í Norđurţingi.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744