Píramus & Þispa sýnir Kardemommubæinn.

Á sunnudaginn frumsýndi Píramus & Þispa, leikfélag FSH, hið sívinsæla fjölskylduleikrit Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner.  Nokkrir nemendur FSH auk

Píramus & Þispa sýnir Kardemommubæinn.
Aðsent efni - - Lestrar 321

Tobías gamli-Aron Bjarki Jósepsson.
Tobías gamli-Aron Bjarki Jósepsson.

Á sunnudaginn frumsýndi Píramus & Þispa, leikfélag FSH, hið sívinsæla fjölskylduleikrit Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner.  Nokkrir nemendur FSH auk liðsauka úr  Borgarhólsskóla hafa æft stíft í vetur undir stjórn Maríu Sigurðardóttur, leikstjóra og er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem að leikfélag skólans er jafn virkt og í ár. 

 

 

 

 

 

Frumsýningin á sunnudaginn tókst gríðarlega vel og var salurinn troðfullur af skemmtilegum áhorfendum.  Leikarar Píramus & Þispu voru í skýjunum eftir sýninguna og voru sammála um að allt æfingaferlið hafi verið mjög skemmtilegt og frábært að vinna með reyndum leikstjóra á borð við Maríu.

 

Næstu sýningar hjá leikfélaginu eru:

Í dag, mánudag 3. mars klukkan 17:30
Á morgun, þriðjudag 4. mars klukkan 17:30

 

Sýnt er í samkomuhúsinu á Húsavík. Miðaverð er 1500,- kr. fyrir fullorðna og 1000,- kr. fyrir 12 ára og yngri.  Miðasala hefst tveimur tímum fyrir sýningu en einnig er hægt að panta miða í síma 464-1129.  Við hvetjum alla til að skella sér í leikhús á þessa frábæra sýningu hjá Píramus og Þispu.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744