Píeta samtökin opna „Píetaskjól“ á Húsavík.

Í dag, fimmtudaginn 17. ágúst, var formleg opnun á „Píetaskjóli“ á Húsavík.

Gunnhildur fagstjóri Píetasamtakanna kynnti ţau.
Gunnhildur fagstjóri Píetasamtakanna kynnti ţau.

Í dag, fimmtudaginn 17. ágúst, var formleg opnun á „Píetaskjóli“ á Húsavík. Píeta samtökin hafa ađstöđu í Stjórnsýsluhúsinu á Ketilsbraut 7-9 og taka viđtölin ţar í fallegu viđtalsherbergi sem samtökin hafa ađgengi ađ. 

Í móttökunni voru til stađar fulltrúar frá Píeta samtökunum, sveitarstjóri Húsavíkur Katrín Sigurjónsdóttir og ýmsir ađrir fulltrúar úr stjórnsýslu bćjarins og félagasamtökum.

Gunnhildur Ólafsdóttir fagstjóri Píeta samtakanna flutti kynningu á starfsemi Píeta en samtökin bjóđa upp á međferđ fyrir einstaklinga međ sjálfsvígshugsarnir, eru međ sjálfskađa og/eđa eru í sjálfsvígshćttu. Einnig bjóđa Píeta samtökin upp á viđtöl fyrir ađstandendur fólks í hćttu og ađstandendur sem hafa misst.

Eftir opnun Píeta áriđ 2018 hefur eftirspurn eftir ţjónustu samtakanna aukist gríđarlega. 

Í fréttatilkynningu segir ađ opnun Píeta á Húsavík sé liđur í ţví ađ breiđa út ţjónustu samtakanna eins og unnt er. Píeta samtökin veita fyrstu hjálp, ađgengilega ţjónustu, stuđning og međferđ fyrir ţá sem eru í sjálfsvígshćttu og brú í úrrćđi fyrir ađra. Ţjónustan er međ öllu gjaldfrjáls og stendur til bođa öllum ţeim sem hafa náđ átján ára aldri.

Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og hćgt er ađ bóka viđtöl í síma 552-2218 alla virka daga milli 09:00 - 16:00. 

Ţađ er alltaf von. 

Ađsend mynd

Karen Elsu Bjarnadóttir sálfrćđingur Píeta og sveitastjóri Húsavíkur Katrín Sigurjónsdóttir klipptu á gulan borđa í tilefni opnunarinnar. 

Ađsend mynd

Gunnhildur Ólafsdóttir fagstjóri Píeta samtakanna veitti Tónasmiđjunni viđurkenningu fyrir flott starf í ţágu samtakanna á Húsavík. Harpa Steingrímsdóttir tók viđ viđurkenningunni.

Ljósmyndir Einar Hrafn Stefánsson.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744