Paradís fyrir gönguskíðafólk á Reykjaheiði

Veturinn hér norðanlands hefur verið snjóléttur með eindæmum og þarf sennilega að fara langt aftur í sögubækur til að finna annað eins.

Paradís fyrir gönguskíðafólk á Reykjaheiði
Almennt - - Lestrar 395

Gönguskíðafólk á Reykjaheiði. Lj. nordurthing.is
Gönguskíðafólk á Reykjaheiði. Lj. nordurthing.is

Veturinn hér norðanlands hefur verið snjóléttur með eindæmum og þarf sennilega að fara langt aftur í sögubækur til að finna annað eins.

Í frétt á heimasíðu Norðurþings segir að varla séu snjókorn í Skálamel þegar þessi orð eru skrifuð en fyrir um ári síðan voru tugir fólks á öllum aldri að renna sér í brekkunni.

Skíðagöngumenn á Húsavík og í nágrenni halda þó sínu striki og eru aðstæður fyrir þá frábærar þessa dagana. Á Reykjaheiði sem er um 5 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík eru kjöraðstæður fyrir skíðagöngufólk. Síðastliðinn laugardag var einmuna veðurblíða og fjöldi fólks að iðka þessa skemmtilegu íþrótt sem mikill vöxtur er í þessa dagana.

Gönguspor eru troðin reglulega af Norðurþingi og eru þau auglýst inná facebook síðu Völsungs. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744