Pálmi nýr formaður GHÍþróttir - - Lestrar 429
Aðalfundur GH var haldinn síðasta laugardag, 25 manns mættu á fundinn. Þar sem ekki náðist að klára reikninga klúbbsins í tæka tíð þá þarf að halda annan fund og fara yfir reikningana, verður sá fundur auglýstur með góðum fyrirvara.
Kosið var í nokkur embætti , lesnar skýrslur formanns og nefnda. Tilllögu stjórnar um gjaldskrárbreytingar var frestað, verður hún tekinn til umræðu á framhaldsfundinum.
Síðasti liður á dagskrá voru kaffiveitingar og sennilega fór mesti tíminn í þennan lið, enda glæsilegt hlaðborð sem boðið var uppá.
Pálmi Pálmason var kosinn formaður , Sólveig Skúladóttir var kosinn varaformaður, Ásdís Jónsdóttir var kosinn gjaldkeri og með þeim í stjórn verða Kristinn Vilhjálmsson og Harpa Gunnur Aðalbjörnsdóttir.
Jóhanna Guðjónsdóttir var kosinn formaður mótanefndar og Einar Halldór var kosinn formaður húsnefndar.
Fráfarandi stjórn og formönnum nefnda voru þökkuð góð störf. (ghgolf.is)