Orkusjóður úthlutar tæpum 200 m.kr. til Norðurlands eystraAlmennt - - Lestrar 192
Þann 16. ágúst síðastliðinn voru styrkveitingar úr Orkusjóði 2024 kynntar.
Frá þessu segir á vef SSNE en í þetta skiptið voru veittar 1,342 milljónir króna til alls 53 verkefna.
Þar af voru 13 verkefni sem koma til framkvæmda á Norðurlandi eystra fyrir samtals tæpar 200 milljónir króna, eða um 15% af heildarúthlutuninni.
Dæmi um verkefni sem hlutu styrk á Norðurlandi eystra eru hraðhleðslugámar á Húsavík og í Reykjahlíð, hraðhleðslur í ferðaþjónustu fyrir stærri ökutæki við Mývatn, birtuorkuframleiðsla í Eyjafjarðarsveit, mengunarlausar fjórhjólaferðir, Green boat á Húsavík, aukin lífdíselframleiðsla hjá Orkey ehf og metanvinnsla á Dysnesi við Eyjafjörð.
Um er að ræða afar fjölbreytt verkefni sem snúa að öllum sviðum orkuskipta á sjó og landi. Á Norðurlandi eystra eru þetta einkum verkefni sem snúa að innlendri eldsneytisframleiðslu, innviðauppbyggingu og bættri nýtingu auðlinda.
Allar upplýsingar um úthlutunina má nálgast á heimasíðu Orkustofnunar.