Orkugangan fór fram í frábæru veðri

Orkugangan svokallaða fór fram í dag við flottar veðuraðstæður á Reykjaheiði. Sökum snjóleysis hafði göngunni verið breytt og var því lengsta vegalengdin

Orkugangan fór fram í frábæru veðri
Íþróttir - - Lestrar 419

Orkugangan svokallaða fór fram í dag við flottar veðuraðstæður á Reykjaheiði. Sökum snjóleysis hafði göngunni verið breytt og var því lengsta vegalengdin þetta árið 35 kílómetrar í stað hinna hefðbundnu 60 kílómetra sem vanalega eru gengnir. 

Besti tíminn þetta árið var 01:48:17 og átti hann sigurvegari göngunnar frá því í fyrra, Akureyringurinn Andri Steindórsson. Tæpri mínútu síðar mætti Ísfirðingurinn Kristinn R. Sigurjónsson í mark með tímann 01:49:12. Birkir Stefánsson frá Ströndum var þriðji í mark með tímann 01:50:09. Efst í kvennaflokki var Guðrún Pálsdóttir frá Siglufirði með tímann 02:47:12.

19 þátttakendur á aldrinum 28-71 árs tóku þátt í lengstu göngunni. Yngsti þátttakandinn í styttri göngunum var Stefán Þór Birkisson frá SFStr en hann er fæddur árið 2008. Hann lauk kílómeters göngu ásamt Árný Helgu Birkisdóttur frá SFStr sem er fædd árið 2007. Yngsti keppandinn í 5 kílómetra göngunni var Fannar Ingi Sigmarsson frá Völsungi en hann er fæddur árið 2006. 

Hér má sjá öll úrslit keppninnar en athugið að í skjalinu er 35 km. gangan merkt sem 60 km.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744