Opna Víkurrafsmótið

Katlavöllur er einn fallegasti níu holu golfvöllur á Íslandi og það verður ekki of sögum sagt á degi sem þessum. Í dag fór þar fram opna

Opna Víkurrafsmótið
Íþróttir - - Lestrar 564

Sigurvegarar mótsins
Sigurvegarar mótsins

Katlavöllur er einn fallegasti níu holu golfvöllur á Íslandi og það verður ekki of sögum sagt á degi sem þessum. Í dag fór þar fram opna Víkurraf-Heimilistæki mótið. Spilað var með Texas Scramble fyrirkomulagi og tóku 28 einstaklingar þátt eða 14 lið.

Mótið lukkaðist afar vel enda einmuna veðurblíða. Í 1. sæti voru þeir Jón Elvar Steindórsson & Karl Hannes Sigurðsson með 62 högg og fengu hvor flatskjá í verðlaun. Í 2. sæti Benedikt Þór Jóhannsson & Arnþór Hermannsson með 66 högg og hlutu þeir hvor sína kaffivélina að launum. Í 3. sæti Magnús G. Hreiðarsson & Birna Dögg Magnúsdóttir með 67 högg og unnu hvort sitt samlokugrillið. Parið á vellinum er 70 högg miðað við tvo hringi.

Guðmundur Friðgeirsson og Kristín Magnúsdóttir unnu nándarverðlaun á par þrír holum, heyrnartól og vínglös.

Golfklúbburinn vill koma þakklæti á framfæri til Víkurraf og Heimilistækja með þökk fyrir samstarfið.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744