09. apr
Opið hús í Mataskemmunni á LaugumFréttatilkynning - - Lestrar 211
Á morgun fimmtudaginn 10. apríl verður opið hús í aðstöðu Matarskemmunnar ehf. á Laugum á milli klukkan 15:00 og 16:00.
Áhugafólk um matvælagerð og rannsóknir er hvatt til þess að koma og kynna sér aðstæður og þá möguleika sem í boði eru.
Auk upplýsinga um Matarskemmuna verður starfsfólk frá Matís á svæðinu og kynnir þá möguleika sem skapast fyrir Matís og þeirra starfsemi með opnum aðstöðunnar.