Öllum umsóknum um starf rekstrastjóra hafna Norðurþings hafnað

Á fundi hafnarstjórnar Norðurþings í gær lágu fyrir umsóknir sem bárust um starf rekstrarstjóra hafna sveitarfélagsins.

Frá Húsavíkurhöfn.
Frá Húsavíkurhöfn.

Á fundi hafnarstjórnar Norður-þings í gær lágu fyrir umsóknir sem bárust um starf rekstrarstjóra hafna sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur um starfið rann út þann 8. ágúst sl.

Fram kemur í fundargerð að stjórn hafnasjóðs hafni þeim umsóknum sem bárust um starf rekstrarstjóra.

Það er gert í ljósi þess að umtalsverðar breytingar eru fyrirséðar á rekstri hafna Norðurþings á næstu mánuðum. 

Hafnastjórn felur sveitarstjóra að vinna að lausnum til að brúa bilið í málum sem tengjast rekstri hafnarinnar til skamms tíma.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744