Öldungar Völsungs stóðu sig vel

Íslandsmót öldunga í blaki, hið 37. í röðinni, fór fram á Tröllaskaga dagana 28. - 30 april sl. en spilað var í íþróttahúsunum á Siglufirði, Ólafsfirði og

Öldungar Völsungs stóðu sig vel
Íþróttir - - Lestrar 568

Öldungarnir í A liði Völsungs á palli.
Öldungarnir í A liði Völsungs á palli.

Íslandsmót öldunga í blaki, hið 37. í röðinni, fór fram á Tröllaskaga dagana 28. - 30 april sl. en spilað var í íþróttahúsunum á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík.

Í ár tóku 142 lið, með um 1100 keppendum, þátt og komu þau alls staðar af landinu. Keppt var í 13 deildum kvenna og 6 deildum karla eða alls 424 leikir.

Olga Siminyakina og Guðrún Gísladóttir hafa þjálfað Völsung í vetur og sex lið frá Völsungi fóru til keppni að þessu sinni. Eitt karlalið og fimm kvennalið sem spila í 2., 3. 5., 10. og 12. deild. Þá voru þrjú karlalið frá Snerti á Kópaskeri, Mývetningar eiga lið í 12. deild kvenna og Dalalæður úr Þingeyjarsveit í 13. deild kvenna.

Mikil og góð tilþrif voru sýnd innan vallar sem utan og í lok móts átti Völsungur þrjú lið á verðlaunapalli.

Völsungur A endaði í 2. sæti í 2. deild kvenna.

Völsungur B í 3ja sæti í 3ju deild kvenna.

Völsungur C í 2. sæti í 5. deild kvenna og mun því spila í 4. deild að ári.

Völsungur D lauk keppni í 7. sæti í 10. deild og Völsungur E í 4. sæti í 12. deild.

Strákunum gekk ekki eins vel og munu spila í þriðju deild að ári.

Snörtur frá Kópaskeri sigraði 2. deild karla og munu því spila í fyrstu deild að ári. Mývetningar enduðu í 6. sæti og Dalalæður byrjuðu glæsilega á sínu fyrsta móti og náðu 3ja sæti í 13. deild.

Öldungamótið að ári verður í umsjón HK í Kópavogi og verður haldið 28. - 30. april 2013.

Með blakkveðju, Jóna Matt.

Blak3

A-liðið, fv. Jóna Björk, Eyrún, Ágústa, Jóna og Erna. Á myndina vantar Erlu Gunnars og Olgu þjálfara.

Blak2

B-lið Völsungs á verðlaunapalli, fv. Ágústa, Þórunn, Þóra Kristín, Jóna, Jóna Matt og Elísa Björk.

Blak1

C-liðið á palli. fv. Elín G., Jóna Kristín, Guðrún, Erla, Anna Sigrún, Elín Sig. og Rannveig.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744