Nýr skólastjóri í Skútustađahreppi

Gengiđ hefur veriđ frá ráđningu Hjördísar Albertsdóttur í stöđu skólastjóra Reykjahlíđarskóla frá 1. ágúst 2021.

Nýr skólastjóri í Skútustađahreppi
Fréttatilkynning - - Lestrar 273

Sveinn Margeirsson og Hjördís Albertsdóttir.
Sveinn Margeirsson og Hjördís Albertsdóttir.

Gengiđ hefur veriđ frá ráđningu Hjördísar Albertsdóttur í stöđu skólastjóra Reykjahlíđarskóla frá 1. ágúst 2021.

Hjördís er einnig ráđin í starf leikskólastjóra á leikskólanum Yl. Hjördís er međ BEd menntun í grunnskólakennarafrćđi og hefur jafnframt lagt stund á MLM nám í forystu og stjórnun viđ Háskólann á Bifröst. Hjördís hefur mikla kennslureynslu og hefur starfađ sem varaformađur félags grunnskólakennara frá 2018. Ţá hefur Hjördís ríka reynslu af stjórnun á ýmsum sviđum skólasamfélagsins.

Međ ráđningu Hjördísar og samţćttingu leik- og grunnskóla er stefnt ađ ţví ađ styrkja enn frekar skólasamfélag Skútustađahrepps.  Fjölbreytt náttúra og sterkt samfélag svćđisins eru grundvöllur slíkrar sóknar og mun reynsla Hjördísar af samţćttingu námsgreina og ţróun kennsluhátta nýtast ríkulega í ţví samhengi. Framtíđarsýn Hjördísar á ţróun skólastarfs vó ţungt viđ mat umsókna, en ráđgjafafyrirtćkiđ Ásgarđur var sveitarfélaginu innan handar viđ mat á umsćkjendum.

Reykjahlíđarskóli og leikskólinn Ylur mynda samfélag um 80 nemenda og starfsmanna, sem setur velferđ og hagsmuni barna í forgang, međ áherslu á lífsleikni, lýđheilsu, jafnrétti, fjölmenningu, lýđrćđislegt samstarf og virđingu fyrir manngildi og sjálfbćrni. Öflug tengsl viđ umhverfi og grenndarsamfélag og sérstađa nánasta umhverfis eru nýtt til kennslu.

Ljósmynd - Ađsend

Hjördís Albertsdóttir, nýráđinn skólastjóri, ásamt Sveini Margeirssyni, sveitarstjóra Skútustađahrepps.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744