25. okt
Nýr markaðsstjóri NorðlenskaAlmennt - - Lestrar 376
Drífa Árnadóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Norðlenska.
Drífa er með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á alþjóðlega markaðsfræði.
Hún hefur víðatæka reynslu af markaðs- og sölumálum, var markaðsstjóri Innnes á árunum 2006-2012 og verkefnastjóri í markaðsdeild HBL Nordics með aðsetur í Osló á árunum 2012-2016.
Hún hefur verið markaðsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga frá júlí 2016 og borið þar ábyrgð á markaðs- og vöruþróunarmálum samstæðunnar ásamt því að stýra dótturfélaginu Protis ehf.
Í tilkynningu á vef Norðlenska segir að Drífa muni hefja störf að loknum skyldum sínum við núverandi vinnuveitanda.