Nýliðanámskeið í golfinu

Sólin skein og mild golan lék við þátttakendur á örnámskeiði Golfklúbbs Húsavíkur núna í kvöld.

Nýliðanámskeið í golfinu
Íþróttir - - Lestrar 618

Nýliðar fengu golfkennslu í kvöld.
Nýliðar fengu golfkennslu í kvöld.

Sólin skein og mild golan lék við þátttakendur á örnámskeiði Golfklúbbs Húsavíkur núna í kvöld.

Boðið var upp á kennslu í golfi og veitingar að því loknu. Mæting var býsna góð og allir sáttir við kvöldið en félagar í klúbbnum sáu um kennsluna.

Að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar formanns GH verður aftur boðið upp á námskeið og kynningu næstkomandi mánu- og þriðjudagskvöld.  

"Við hvetjum alla til að kíkja upp í Katla, bæði þá sem hafa ekki komið og þá sem mættu í kvöld. Allir velkomnir og námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu". Sagði formaðurinn en hér koma nokkrar myndir frá því í kvöld.

Með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn..

Nýliðagolf

Nýliðakennsla hjá Golfklúbbi Húsavíkur í kvöld. 

Nýliðagolf

Hafþór Hermannsson leiðbeindi á námskeiðinu og hér er það Harpa Ólafsdóttir sem nýtur leiðssagnar hans.

Nýliðagolf

Magnús Hreiðarsson kennir Hafliða frænda sínum réttu handtökin.

Nýliðagolf

Áslaug Guðmundsdóttir mætti galvösk í golfið.

Fleiri myndir er hægt að skoða á fésbókarsíðu GH


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744