Nýársmót Völsungs í blaki fer fram um helgina

Nýársmót Völsungs í blaki fer fram um næstu helgi og er um afmælismót að ræða þar sem þetta er í tuttugasta skipti sem mótið fer fram.

Nýársmót Völsungs í blaki fer fram um helgina
Íþróttir - - Lestrar 417

Nýársmót Völsungs í blaki fer fram um næstu helgi og er um afmælismót að ræða þar sem þetta er í tuttugasta skipti sem mótið fer fram.

Mótið hefur aldrei verið stærra. Alls eru 36 lið skráð til leiks, þar af átta karlalið, og koma þau allt frá Siglufirði í vestri til Reyðarfjarðar í austri.

Keppendur eru ríflega 250 talsins og spilaðir verða 90 leikir, þar af níu þeirra í Ýdölum á laugardagsmorgninum.

Mótið hefst kl. 18:25 á föstudegi og spilað verður fram undir miðnætti. Á laugardaginn hefjast leikir kl. 08:30 og áætlað að síðustu leikir hefjist kl. 19:00.

Hægt er að fylgjast með fréttum og framgangi mótsins á vefsíðu BLÍ en einnig viljum við hvetja alla bæjarbúa og aðra áhugasama til að líta við í Íþróttahöllinni eða á Ýdölum og fylgjast með skemmtilegum tilþrifum og góðum leikjum.

Það er víst að þar sem blakfólk kemur saman er gaman segir í fréttatilkynningu. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744