Ný stjórn hjá Landsneti

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var í morgun föstudaginn 24. mars var ný stjórn fyrirtækisins kjörin.

Ný stjórn hjá Landsneti
Almennt - - Lestrar 181

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var í morgun föstudaginn 24. mars var ný stjórn fyrirtækisins kjörin.

Hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður, Birkir Jón Jónsson, Elín Björk Jónasdóttir, Friðrik Sigurðsson og Álfheiður Eymarsdóttir.

Í tilkynningu segir Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður að spennandi tímar séu fram undan hjá Landsneti.

,,Við erum að hefja okkar fyrsta starfsár með nýjum eigendum en nú er Landsnet komið að lang mestum hluta í eigu íslensku þjóðarinnar. Fram undan er spennandi tími í orkumálum þar sem orkuskiptin eru á fleygiferð og viðskiptaumhverfið í mikilli þróun. Þannig er Landsnet með gríðarlega mikilvægt hlutverk í orkuskiptunum því að öruggur flutningur raforku er grunnforsenda þeirra. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að koma því á rétta staði. Ég hlakka til að fara í þessa vegferð með Landsneti, nýrri stjórn og samhentu starfsfólki Landsnets. “


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744