02. okt
Norðurþing - Upplýsingar vegna Hjúkrunarheimilis á HúsavíkAlmennt - - Lestrar 152
Í vor var gengið frá öllum samningum á milli sveitar-félaganna, sem hlut eiga að máli, og ríkisins vegna nýbyggingar 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Í fréttatilkynningu á heimasíðu Norðurþings segir að í sumar hafi hönnuðir unnið að endanlegum útboðsgögnum og er reiknað með að þeim verði skilað til Ríkiseigna núna í vikunni.
Í framhaldinu verður fundur Ríkiseigna með Ríkiskaupum þar sem þeir taka við gögnum verkefnisins til útboðs. Að þeim fundi loknum mun dagsetning útboðs liggja fyrir.