Norðurlandsmót kvenna í blaki í höllinni

Önnur og síðari umferð Norðurlandsmótsins í blaki kvenna fer fram á Húsavík á morgun, laugardag 17. mars, og hefst keppni kl. 09:00.

Norðurlandsmót kvenna í blaki í höllinni
Íþróttir - - Lestrar 440

Önnur og síðari umferð Norðurlandsmótsins í blaki kvenna fer fram á Húsavík á morgun, laugardag 17. mars, og hefst keppni kl. 09:00.

Að sögn Jónu Matt. taka alls 18 lið þátt í mótinu en keppt er í þremur deildum. Liðin koma allt frá Hvammstanga til Mývatnssveitar en Völsungur á fjögur lið í mótinu, þrjú í fyrstu deild og eitt í þriðju deild.

Áætluð mótslok eru kl. 18 og eru allir velkomnir til að koma í Íþróttahöllina á Húsavík og fylgjast með skemmtilegum leikjum.

Fyrri umferð mótsins var spiluð í nóvember á Siglufirði en vert er að geta þess að Öldungamótið í blaki fer í ár fram á Tröllaskaga, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði í lok aprílmánaðar.

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744