Neyðarkallinn seldur um helginaAlmennt - - Lestrar 314
Neyðarkall björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins og fer hún ávallt fram fyrstu helgina í nóvember um land allt.
Á heimasíðu Landsbjarga segir að almenningur hafi tekið sölufólki afskaplega vel.
Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.
Á Húsavík standa félagar í björgunarsveitinni Garðari vaktina í verslunum Nettó og ÁTVR og bjóða Neyðarkallinn til sölu sem þetta árið er vélsleðakappi.
Með því að kaupa Neyðarkall tekur almenningur þátt í uppbyggingarstarfi björgunarsveitanna í landinu og stuðlar um leið að eigin öryggi og annarra.
Hjónakornin Þorlákur Þorláksson og Sæunn Björnsdóttir voru að selja Neyðarkallinn í andyri Nettó í dag.