Myndefnið tengist strandmenninguAlmennt - - Lestrar 423
Félagar í Myndlistarklúbbi Húsavíkur opnuðu sýningu um helgina í suðurenda þess húsnæðis er áður hýsti síðustu rækjuverksmiðju bæjarins. Á sýningunni, sem standa mun út þessa viku, eru að finna verk sem meðlimir klúbbsins unnu að í vetur og tengjast strandmenningu.
Þau sem eiga verk á sýningunni eru Sighvatur Karlsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Kolbrún Bjarnadóttir, Marta M. Heimisdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Særún Ósk Magnadóttir, Ingveldur Guðmundsdóttir og Jóhannes Davíðsson.
Kolbrún Bjarnadóttir við nokkur verka sinna.
Sr. Sighvatur Karlsson.
Myndlistarklúbburinn býður svo börnum upp á að munda pensilinn undir leiðsögn í vikunni. Fyrra skiptið var í gær og hið síðara á fimmtudag frá kl. 13-15 í gömlu rækjunni. Á myndinni hér að ofan er Kolbrún Bjarnadóttir að leiðbeina ungri stúlku sem mætti í gær.