Mynd dagsins - Teflt í blíðunni

Mynd dagsins sýnir feðgana Smára Sigurðsson kennara við FSH og Kristján son hans að tafli í miðbænum og var hún tekin í gær.

Mynd dagsins - Teflt í blíðunni
Mynd dagsins - - Lestrar 197

Smári og Kristján við taflborðið.
Smári og Kristján við taflborðið.

Mynd dagsins sýnir feðgana Smára Sigurðsson kennara við FSH og Kristján son hans að tafli í miðbænum og var hún tekin í gær.

Þeir tefla báðir fyrir skákfélag-ið Goðann, Smári margfaldur meistari og Kristján einn þeirra efnilegasti skákmaður.

Ekki er vefstjóra kunnugt um hvor þeirra hafði betur eða hvort samið hafi verið um jafnan hlut.

Útitaflið góða er gjöf frá Guðmundi Vilhjálmssyni í Garðvík sem hannaði það og setti upp um árið.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744