Mynd dagsins - NaustMynd dagsins -  - Lestrar 594
			
		Mynd dagsins var tekin í dag og sýnir Naust, hús Björgunarsveitar-innar Garðars, Slysavarnardeildar kvenna og Rauða krossdeildarinnar á Húsavík.
Þar hafa staðið yfir miklar fram-kvæmdir frá vordögum eins og myndin sýnir en um er að ræða viðbygginguna næst á myndinni.
Naust var vígt sem björgunarstöð og félagsaðstaða þessar fyrrnefndu aðila í febrúarmánuði 1997 en áður hýsti húsið starfsemi útgerðarfélagsins Vísis og gjarnan nefnt Vísishúsið.
Þess má geta að Fjölskylduráð Norðurþings samþykkti í vikunni að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá leigusamning til þriggja ára við eigendur húsnæðisins sem mun hýsa starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Tún.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook