Mynd dagsins - Hafnsögumaður að störfum

Mynd dagsins var tekin í morgun þegar ljósmyndari 640.is slóst í för með skipverjum á hafnsögubátnum Sleipni þegar þeir héldu til móts við flutningaskip

Mynd dagsins - Hafnsögumaður að störfum
Mynd dagsins - - Lestrar 356

Mynd dagsins var tekin í morgun þegar ljósmyndari 640.is slóst í för með skip-verjum á hafnsögubátnum Sleipni þegar þeir héldu til móts við flutningaskip sem nálgaðist Húsavík.

Þegar komið var að skipinu renndi Guðmundur Guð-mundsson skipstjóri Sleipni fimlega upp að síðu þess.

Og þá var myndin tekin en hún sýnir Sigurjón Sigurbjörnsson hafnsögumann klifra um borð í skipið sem heitir Bugoe.

Elías Frímann Elvarsson starfsmaður hafna hjá Norðurþingi stendur hjá en hann var skipverji á Sleipni í dag.

Sigurjón lóðsaði síðan skipið inn í höfnina og að Bökugarðinum en það var að koma með trjádrumba til PCC á Bakka.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744