Mynd dagsins - Framkvæmdir við Hafnarstétt 1 og 3

Mynd dagsins var tekin nú síðdegis og í forgrunni hennar eru Hvalasafnið og Langaneshúsið sem standa við Hafnarstétt 1 og 3.

Mynd dagsins - Framkvæmdir við Hafnarstétt 1 og 3
Mynd dagsins - - Lestrar 272

Mynd dagsins var tekin nú síðdegis og í forgrunni hennar eru Hvalasafnið og Langanes-húsið sem standa við Hafnar-stétt 1 og 3. 

Eins og kunnugt er keypti Langanes ehf. húsnæði það sem Steinsteypir ehf. átti á neðri hæð Hvalasafnsins að Hafnarstétt 1.

Fyrir á fyrirtækið Hafnarstétt 3 sem Þekkingarnet Þingeyinga hefur leigt um langa tíð og mun það einnig leigja Hafnarstétt 1.

Í vetur hefur verið unnið að því að breyta húsnæðinu með það í huga að opna þar frumkvöðla- og nýsköpunarsetur og tengja með viðbyggingu Hafnarstétt 1 og 3.

Húsnæðið sem hýsa mun setrið er um 1000 fm að stærð en það fæst með því að tengja Hafnarstétt 3 yfir í neðri hæð Hvalasafnsins að Hafnarstétt 1 með viðbyggingu úr gleri. Það er arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir sem er arkitektinn á bak við breytinguna á húsnæðinu.

Og í morgun hófust framkvæmdir við að tengja húsnæðin saman með jarðvegsframkvæmdum eins og sjá má ef rýnt er í myndina.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744