Mynd dagsins - Eðalbílar á ferð

Mynd dagsins var tekin neðan Beinabakkans í dag og sýnir nokkra eðalbíla sem þar fengu stæði meðan áð var í bænum.

Mynd dagsins - Eðalbílar á ferð
Mynd dagsins - - Lestrar 151

Flottir bílar.
Flottir bílar.

Mynd dagsins var tekin neðan Beinabakkans í dag og sýnir nokkra eðalbíla sem þar fengu stæði meðan áð var í bænum.

Þarna voru á ferð fé­lag­ar í skipu­lagðri ferð á veg­um franska fyr­ir­tæk­is­ins Rallystory þar sem ferðast er á forn­um og nýj­um eðal­bíl­um um all­an heim.

Alls voru þarna um fimmtíu bílar af ýmsum gerðum en í hópn­um eru 17 Ferr­ari bif­reiðar, Lam­borg­hini 400 GT frá 1969, Bentley GT frá 2005 og Mass­erati GranT­uris­mo frá 2016.

Elsta far­ar­tækið í ferðinni er Jagu­ar XK120 frá ár­inu 1952.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að stækka myndina má skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744