23. maí
			Mynd dagsins - Eðalbílar á ferðMynd dagsins -  - Lestrar 477
			
		Mynd dagsins var tekin neðan Beinabakkans í dag og sýnir nokkra eðalbíla sem þar fengu stæði meðan áð var í bænum.
Þarna voru á ferð félagar í skipulagðri ferð á vegum franska fyrirtækisins Rallystory þar sem ferðast er á fornum og nýjum eðalbílum um allan heim.
Alls voru þarna um fimmtíu bílar af ýmsum gerðum en í hópnum eru 17 Ferrari bifreiðar, Lamborghini 400 GT frá 1969, Bentley GT frá 2005 og Masserati GranTurismo frá 2016.
Elsta farartækið í ferðinni er Jaguar XK120 frá árinu 1952.
Með því að stækka myndina má skoða hana í hærri upplausn.


 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook