Mikilvægt að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulága

Framsýn og sveitarfélagið Norðurþing stóðu fyrir fundi með Birni Traustasyni framkvæmdastjóra leigufélagsins Bjargs (sem er í eigu ASÍ og BSRB) um

Frá Húsavík.
Frá Húsavík.

Framsýn og sveitarfélagið Norðurþing stóðu fyrir fundi með Birni Traustasyni framkvæmda-stjóra leigufélagsins Bjargs (sem er í eigu ASÍ og BSRB) um hugsan-legt samstarf um uppbyggingu á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. 

Frá þessu segir á heimasíðu Framsýnar mikil vöntun er á leiguhúsnæði á Húsavík fyrir tekjulágt fólk, en Bjarg íbúðafélag er sérsniðið að tekjulágum einstaklingum á vinnumarkaði sem eiga hvað erfiðast með að komast í leiguhúsnæði á almenna húsnæðismarkaðinum vegna lágra tekna.

Stóð vilji fundarmanna til að þróa samtalið áfram. Framsýn mun fylgja málinu eftir enda mikilvægt að auka framboð á svæðinu fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda á viðráðanlegu verði.

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744