Mikið líf á gervigrasvellinum

Fyrstu heimaleikur Meistaraflokks kvenna verður í kvöld, þriðjudaginn 27. maí, og yngriflokkarnir fara af stað í vikunni.

Mikið líf á gervigrasvellinum
Íþróttir - - Lestrar 477

Fyrstu heimaleikur Meistaraflokks kvenna verður í kvöld, þriðjudaginn 27. maí, og yngriflokkarnir fara af stað í vikunni.

Meistaraflokkur kvenna leikur gegn Hetti í Valitorbikarnum í kvöld klukkan 19:15. Liðið hefur spilað tvo útileiki í deildinni og tapað báðum. Fyrri leiknum tapaði liðið 4-1 á móti Álftanes eftir að hafa verið yfir bróðurpart leiksins. Seinni leikurinn tapaðist 1-0 þar sem Framstúlkur skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu. 

Yngri flokkarnir hefja leik í Íslandsmótinu um helgina. 5. flokkur karla ríður á vaðið á miðvikudaginn þegar liðið fær nágranna okkar í Þór í heimsókn. Á fimmtudaginn eru síðan tveir leikir á dagskrá. 4. flokkur karla fær KF/Dalvík í heimsókn á meðan 2. flokkur karla mætir Gróttu á gervigrasinu.

Það verður því mikið um að vera á gervigrasvellinum í vikunni og hvetjum við fólk til að líta upp á völl og hvetja Völsung til dáða.

Völsungur - Höttur  Meistaraflokkur kvenna  þriðjudaginn kl: 19:15

Völsungur - Þór  5. flokkur karla miðvikudaginn kl: 17:00 og 17:50

Völsungur - KF/Dalvík  4. flokkur karla fimmtudaginn Kl:12:00

Völsungur - Grótta  2. flokkur karla fimmtudaginn kl: 14:00

volsungur.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744