Metsala á Húsavíkurgjafabréfum þessi jól

Slegið var met í sölu Húsavíkurgjafabréfa þessi jólin, en salan fór yfir sjö milljónir króna í desember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu

Metsala á Húsavíkurgjafabréfum þessi jól
Fréttatilkynning - - Lestrar 254

Slegið var met í sölu Húsavíkurgjafabréfa þessi jólin, en salan fór yfir sjö milljónir króna í desember.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Húsavíkur-stofu en þar segir m.a að gaman sé að sjá fyrirtæki og einstaklinga beina kröftum sínum til eflingar verslun í heimabyggð.

 
"Húsavíkurstofa þakkar Sparisjóð Suður Þingeyinga og þeim Gunnhildi og Helgu sérstaklega fyrir þeirra miklu vinnu við að árita bréf í aðdraganda jóla. Saman byggjum við sterkara samfélag. Húsavíkurstofa sendir öllum óskir um gleðilegt nýtt ár." segir í tilkynningunni.

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744