Matarhátíð á AkureyriFréttatilkynning - - Lestrar 390
Það verður mikið um dýrðir á Norðurlandi dagana 15.-20. október þegar fram fer matamenningarhátíðin Local Food Festival en Norðurland er eitt stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins.
Stærsti einstaki viðburður hátíðarinnar er Local Food sýningin sem fram fer laugardaginn 17. október í Íþróttahöllinni kl. 12-18 en hún endurspeglar fjölbreytnina í matvælaframleiðslu á svæðinu, framboði í veitingastarfsemi og matartengdri ferðaþjónustu. Sýningin sem er sölusýning, er haldin annað hvert ár og hana sækja á milli 13-15 þúsund gestir. Auk kynninga verður fjöldi keppna. Matreiðslumeistarar takast á í Masterchef einvígi, keppt verður um besta eftirréttinn, kaffidrykkinn og almenningi gefst kostur á að keppa um bestu samlokuna. Á sýningunni verður einnig hægt að hlýða á fyrirlestra tengda matarmenningu.
Fólk er hvatt til að leggja leið sína á sýninguna, skoða, smakka og gera frábær kaup á norðlensku góðgæti.
Enginn aðgangseyrir er á sýninguna né heldur á fyrirlestrana.
Af annarri dagskrá Local Food Festival má nefna að ákveðnir veitingastaðir bjóða upp á sérstakan Local Food matseðill, hægt verður að taka þátt í sláturgerð á hótel Lamb inn í Eyjafjarðarsveit, fá fræðslu um mat og bjór á Hólum, taka þátt í hrossablóti á Hótel Varmahlíð í Skagafirði eða Villibráðahlaðborði á Sel Hóteli í Mývatnssveit. Einnig verður hægt er að skrá sig í matarferð um Norðurland með ferðaskrifstofunni Saga Travel.
Þetta er aðeins brotabrot af dagskránni en hana er að finna á slóðinni www.localfood.is