Marta Florczyk, listamaður Norðurþings 2022, opnaði sýningu á Fosshótel Húsavík

Marta Florczyk, listamaður Norðurþings 2022, opnaði sýninguna sína Colors of Love á Fosshótel Húsavík núna síðdegis.

Marta Florczyk við eitt verka sinna á sýningunni.
Marta Florczyk við eitt verka sinna á sýningunni.

Marta Florczyk, listamaður Norðurþings 2022, opnaði sýninguna sína Colors of Love á Fosshótel Húsavík núna síðdegis.

Marta er fædd og uppalin í Masúríu í Póllandi og hefur alla tíð verið skapandi og listræn.

Hún flutti til Húsavíkur árið 2006 þar sem hún hefur búið síðan með fjölskyldu sinni. 

Í tilkynningu segir að Mörtu hefur alltaf fundist hún þurfa að skapa list.  Íslenska náttúran, vindurinn og myrkrið veita henni innblástur að verkunum. Þegar hún málar gleymir hún öllum áhyggjum og finnur leið til að anda og tjá sig frá sínum dýpstu rótum.

Sýningin Colors of Love er þriðja sýning Mörtu á Íslandi. Sýningin samanstendur af 10 málverkum sem öll eru í pastellitum og tákna mismunandi tóna ástarinnar.

640.is óskar Mörtu til hamingju með sýninguna og hvetur íbúa og aðra að bera sýninguna augum. Hún er eins og fyrr segir á Fosshótel Húsavík og stendur til 9. október 2022.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Marta Florczyk við eitt verka sinna á sýningunni.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Fv. Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, Karol Bajkieqicz, Marcin Florczyk, Marta Florczyk, Katrín Sigurjónsdóttir og Haukur Snorrason.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744