MærupælingarAðsent efni - - Lestrar 927
Við þekkjum aðeins eina og er sú að þegar við buðumst til að taka verkið að okkur (í október 2008) settum við það skilyrði að sjá aðeins um skipulagningu Mærudaga. Okkur var tjáð að slíkt væri ekki kostur og því féllum við frá verkinu. Því skal haldið til haga að við buðum fram þjónustu okkar í sjálfboðavinnu, sem sagt, taka ekki greiðslu vegna þessa.
Í sömu frétt var greint frá því að undirbúningur vegna sænskra daga
væri þegar hafinn. Það vekur nokkra furðu okkar að svo sé, þegar þáttur beggja hátíða var svo órjúfanlegur
að ekki mátti aðskilja undirbúninginn fyrir aðra hátíðina umfram hina.
Við skiluðum skýrslu um undirbúning hátíðanna síðastliðið sumar og mættum með hana bæði fyrir Fræðslu – og menningarnefnd og síðar fyrir Byggðaráð, þar sem tillaga okkar að áframhaldinu kemur fram.
Hér er sá kafli skýrslunnar sem fjallar um þetta atriði.
“Sænskir dagar og Mærudagar eru mjög ólíkar hátíðir og mögulega enn
ólíkari nú en áður, þar sem áhersla Mærudaganna var á bæjarbúa, fjölskylduna og börn.
Sænskir dagar hafa þróast í það að vera fyrst og fremst menningarhátíð, þar sem áhersla er á erlenda gesti og atburði
tengda sögulegum tengslum Húsavíkur við Svíþjóð.
Styrktaraðilar eru farnir að binda styrkveitingar sínar í auknum mæli við annan hvorn viðburðinn og er þá spurning hversu mikið, eða
lítið, þessar hátíðír eiga saman.
Vel mætti hugsa sér að halda sænska daga á þeim tíma sem skólarnir starfa og tengja undirbúninginn vinnu nemenda um tengsl
Húsavíkur og Svíþjóðar. Á þeim tíma fer einnig fram mest af þeirri sögu og menningarvinnu sem félög og samtök
í bænum standa fyrir.
Hvað varðar undirbúningsvinnu og ráðningarmál hennar vegna þá er það alveg ljóst að marka verður stefnu í þeim
málum.
Tillaga undirritaðrar er sú að ráða beri verkefnisstjóra í starf allt árið, sem skiptist þannig að í 9 mánuði sé um 10% starf að ræða, og 100% starf í 3 mánuði. Þetta er til að það sé hugað að styrkjum og umsóknarfrestum um þá, af einum aðila. Auk þess að vera vakandi fyrir hverju sem upp kann að koma á ársgrundvelli.
Þá verður yfirsýn yfir heildarverkefnið auðveldara ef einn aðili er ábyrgur allt
árið.
Að auki þarf svo að koma viðbótarvinnuframlag í a.m.k. tvo til og hálfan mánuð.
Þar gæti verið um 50% starf að ræða.”
Þetta var og er okkar skoðun á því hvernig best er að koma þessum málum í fastan farveg. En Mærudagar eru hátíð okkar bæjarbúa og allt undir okkur sjálfum komið og þátttöku okkar í skipulagðri dagskrá, hvernig í rauninni til tekst.
Við hvetjum bæjarbúa til að taka virkan þátt í Mærudögum og efla samkennd og vinarhug á þessari bæjarhátíð svo við öll getum verið stolt af.
Mærukveðja
Gunna Stína og Hjálmar Bogi