Maður í sjálfheldu í Gunnólfsvíkurfjalli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðausturlandi voru kallaðar út síðdegis í dag vegna manns sem er í sjálfheldu í um 200 metra hæð í

Maður í sjálfheldu í Gunnólfsvíkurfjalli
Almennt - - Lestrar 144

Björgunarsveitir Slysavarna-félagsins Landsbjargar á Norðausturlandi voru kallaðar út síðdegis í dag vegna manns sem er í sjálfheldu í um 200 metra hæð í bjarginu við fossinn Míganda sunnan til í Gunnólfsvíkurfjalli.

Nokkur ísing er í bjarginu og hitastig fer lækkandi. Björgunarfólki tókst ekki að komast að manninum fyrir myrkur, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Því hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út til leitar og flytur hún meðal annars sérhæft fjallabjörgunarfólk á staðinn.

Landsbjörg segir vonir standa til þess að þyrlan geti lýst upp bjargið og aðstoðað við björgun mannsins. (ruv.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744