Luku námiAlmennt - - Lestrar 615
Fyrir helgi lauk námsleiðinni Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum sem Þekkingarsetrið hefur boðið upp á í vetur í samstarfi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Af því tilefni kom útskriftarhópurinn saman á Sölku og fagnaði þessum áfanga ásamt kennurum, sviðsstjóra símenntunar og skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík.
Á heimasíðu Þekkingasetursins segir að átta nemendur hófu þátttöku í námsleiðinni í nóvember og luku fimm þeirra námsleiðinni, þeir voru Alda Sighvatsdóttir, Árninna Ósk Stefánsdóttir, Ástþór Stefánsson, Sigrún Jónsdóttir og Sólrún Hansdóttir. Einn nemandi, Vilhjálmur Bessi Kristinsson, bættist við í enskuhluta námsleiðarinnar og lauk hann honum einnig fyrir helgi.
Leiðbeinendur í náminu voru Valdimar Stefánsson, stærðfræði, Signý Valdimarsdóttir, enska, Guðrún Hjördís Björnsdóttir, íslenska og Ingibjörg Bragadóttir, danska. Kennslan fór fram í húsnæði Framhaldsskólans og stóð námið sem er 300 stundir yfir í 14 vikur. Nemendurnir sem luku námsleiðinni geta óskað eftir að fá námið metið til eininga í framhaldsskólum og má meta þátttöku þeirra til allt að 24 eininga á framhaldsskólastigi.
Meðfylgjandi mynd er fengin af heimasíðu Þekkingarseturs Þingeyinga.