Ljósbogaofnarnir munu heita Birta og Bogi

Nú hefur vinningshafi í samkeppni PCC BakkaSilicon um ljósbogaofna kísliversins veriđ valinn af skipađri nefnd.

Ljósbogaofnarnir munu heita Birta og Bogi
Almennt - - Lestrar 553

3/4 nafnefndar ađ störfum.
3/4 nafnefndar ađ störfum.

Nú hefur vinningshafi í samkeppni PCC BakkaSilicon um ljósbogaofna kísliversins veriđ valinn af skipađri nefnd.

Nöfn ofnanna verđa Birta og Bogi og vinningshafi er Elma Sif.

Í verđlaun er máltíđ á Fosshótel fyrir fjóra. Útskýringin sem fylgdi tillögunni var ađ ţessi nöfn pössuđu ţeim vel í ljósi ţess ađ ţetta eru ljós-boga-ofnar.

Rökstuđningur nefndar: Orđin hljóma vel saman, hafa jákvćđa merkingu, og vísa beint í starfsemi ofnanna. Nokkrar tillögur á nafninu Bogi bárust en nefndinni ţótti Birta fara best viđ og ađ auki vísar ţađ til bjarta ljóssins í ofninum. Mörg áhugaverđ nöfn bárust og ţótti nefndinni einstaklega erfitt ađ velja. Tvćr samsetningar stóđu uppúr, en ţessi samsetning var valin ađ lokum. 

Tvennir aukavinningar, máltíđ á Fosshótel fyrir tvo, voru dregnir af handahófi og voru ţađ tillögur frá Elísabetu Gunnarsdóttur og Rafnari Orra. Viđ munum hafa samband viđ ţau og óskum ţeim til hamingju međ verđlaunin. 

Á heimasíđu PCC BakkaSilocon segir ađ í ljósi ţess ađ starfsmađur ţess vann keppnina vill fyrirtćkiđ benda á ađ nefndin fékk tillögur á borđ til sín algjörlega nafnlaust og var ţetta ţví valiđ í blindni. Hins vegar ákváđu stjórnendur PCC BakkiSilicon ađ draga út annan stóran vinning af handahófi og er ţađ Sigurđur Kristjánsson sem var dreginn og fćr hann máltíđ fyrir fjóra á Fosshótel ađ launum. 

Nefndina skipuđu Berta María Hreinsdóttir, Dóra Ármannsdóttir, Kristján Ţór Magnússon og Sigurjón Jóhannesson.  


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744