Liðsstyrkur frá KA - Hrannar Björn og Áki koma á láni

Völsungur og KA hafa gert með sér samkomulag um lán á tveimur leikmönnum til Húsavíkur.

Hrannar Björn í leik með Völsungi sumarið 2013.
Hrannar Björn í leik með Völsungi sumarið 2013.

Völsungur og KA hafa gert með sér samkomulag um lán á tveimur leikmönnum til Húsavíkur. 

Þetta var tilkynnt í dag á Fésbókarsíður Græna hersins:

Þann eldri þarf varla kynna, en við gerum það samt!

Við bjóðum Hrannar Björn Steingrímsson hjartanlega velkominn heim í grænu treyjuna. Hrannar á að baki 106 leiki fyrir meistararflokk Völsungs og 29 mörk.

Einnig á hann að baki 156 leiki fyrir KA og 2 mörk! Hrannar er tæplega þrítugur, hokinn af reynslu og færir okkar unga liði gríðarlega margt. Hann er að koma sér af stað eftir erfið meiðsli.

Áki Sölvason er 23 ára gamall framherji sem er uppalinn hjá KA. Á lánum annars staðar hefur hann spilað 19 leiki í 2.deild og skorað 10 mörk. Hann á einnig 14 leiki og mark að baki í Inkasso deildinni og 4 leiki í efstu deild.

Við bindum miklar vonir við þessa glæsilegu pilta og bjóðum þá hjartanlega velkomna í grænt!!!

ÁFRAM VÖLSUNGUR!!!!

Ljósmynd - Aðsend

Ljósmynd Hafþór - 640.is
 
Hrannar Björn í leik með Völsungi sumarið 2013.
 
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744