Gaumur - Leiguverð hækkar um 12% á milli ára

Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðurlandi eystra uppfærði fyrir skömmu vísi 3.6 - sem sýnir þróun leiguverðs.

Gaumur - Leiguverð hækkar um 12% á milli ára
Almennt - - Lestrar 165

Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðurlandi eystra uppfærði fyrir skömmu vísi 3.6 - sem sýnir þróun leiguverðs.

Á vettvangi Gaums er fylgst með þeirri þróun með því að skoða meðal ferðmetraverð í þinglýstum leigusamningum ár hvert.

Einungis eru birt gögn um leiguverð fyrir Húsavík þar sem leigusamningar á öðrum svæðum innan Miðsvæðis eru of fáir til að gögnin séu marktæk.

Meðalfermetraverð hækkar á milli áranna 2021 og 2022 úr 1.541 kr/m2 í 1.729 kr/m2. Hækkunin nemur 188 kr/m2 eða 12%. 

Ef miðað er við meðalverðið þá hefði mánaðarleiga íbúðar sem væri þriggja herbergja og 90 m2 að stærð hefið að meðaltali verið 138.690 kr. á árinu 2021 en 155.610 kr. á árinu 2022. 

Leiguverð einbýlishúss sem væri 4-5 herbergja og 175 m2 að stærð hefði að meðaltali verið 269.675 kr. árið 2021 en 302.575 kr. á árinu 2022. 

Athugði að hér er ekki um raunveruleg dæmi að ræða heldur einungis reiknuð dæmi til að sýna þróun leiguverðs.

Skoða má vísinn og þróun leiguverðs hér.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744